Fyrirliði Leiknis til Grindavíkur

Bjarki Aðalsteinsson í leik með Leikni gegn uppeldisfélagi sínu Breiðablik …
Bjarki Aðalsteinsson í leik með Leikni gegn uppeldisfélagi sínu Breiðablik síðasta sumar. mbl.is/Óttar Geirsson

Knattspyrnumaðurinn reyndi Bjarki Aðalsteinsson er genginn til liðs við 1.deildar félagið Grindavík frá Leikni úr Reykjavík. 

Bjarki er 31 árs gamall varnarmaður sem hefur leikið alls 215 leiki í deild og bikar á sínum ferli. Hann hefur verið í röðum Leiknis frá árinu 2017 en er uppalinn í Breiðablik. Bjarki lék 24 leiki í miðverði hjá Leikni á síðustu leiktíð en féll niður í 1. deildina með félaginu.

„Ég er ótrúlega ánægður að vera kominn í þetta sögufræga félag. Ég finn fyrir miklum krafti og metnaði hjá klúbbnum og hlakka til að leggja mitt af mörkum. Það eru mjög spennandi tímar framundan hjá Grindavík,“ sagði Bjarki Aðalsteinsson í samtali við heimasíðu Grindavíkur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert