Benedikt aftur á Ísafjörð

Benedikt Warén í leik með Vestra gegn Þór sumarið 2021.
Benedikt Warén í leik með Vestra gegn Þór sumarið 2021. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Benedikt Warén er genginn til liðs við Vestra og mun leika með liðinu í Lengjudeildinni í sumar.

Benedikt lék á láni hjá Vestra frá Breiðabliki sumarið 2021 og á láni hjá ÍA sumarið 2022. Hann hefur nú skrifað undir þriggja ára samning við Vestra.

Í tilkynningu Vestra segir m.a.:

„Eru þetta miklar gleðifréttir fyrir okkur en Benó spilaði með Vestra sumarið 2021 og stóð sig með mikilli prýði.

Við bjóðum Benó aftur velkominn vestur og hlökkum til að sjá hann á vellinum í vor og sumar!“

Samúel Samúelsson, meðstjórnandi í stjórn knattspyrnudeildar Vestra, birti fréttirnar á Twitter-síðu sinni þar sem hann segir:

„Þeir eru ekki margir sem þora en þeir sem prufa eru alltaf klárir aftur vestur.“

mbl.is