Nýr markvörður til Selfyssinga

Tiffany Sornpao varði mark Selfoss á síðasta tímabili, hér í …
Tiffany Sornpao varði mark Selfoss á síðasta tímabili, hér í leik gegn ÍBV. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Kvennalið Selfoss í knattspyrnu hefur fengið til liðs við sig bandarískan markvörð. Sú heitir Amanda Leal og kemur beint úr háskóla þar sem hún lék með liði Stanislaus State háskóla.

Amanda er 23 ára gömul og kemur í staðinn fyrir taílenska landsliðsmarkvörðinn Tiffany Sornpao sem varði mark Selfyssinga á síðasta tímabili.

mbl.is