Tveir táningar í raðir Vals

Lúkas Logi Heimisson er kominn í Val.
Lúkas Logi Heimisson er kominn í Val. Ljósmynd/Valur

Knattspyrnudeild Vals hefur gengið frá kaupum á þeim Lúkasi Loga Heimissyni frá Fjölni og Óliver Steinari Guðmundssyni frá Atalanta. Lúkas er 19 ára gamall og Óliver 18 ára. 

Lúkas var hjá ítalska félaginu Empoli á síðasta ári en sneri aftur til Fjölnis fyrir síðasta sumar og skoraði átta mörk í 17 leikjum í 1. deildinni á síðustu leiktíð.

Hann hefur spilað 37 deildarleiki með Fjölni og skorað í þeim níu mörk. Sex leikjanna spilaði hann með liðinu í efstu deild árið 2020. Sóknarmaðurinn hefur leikið sex leiki fyrir U16 og U19 ára landslið Íslands.

Óliver er upp­al­inn hjá Hauk­um í Hafnar­f­irði en hann gekk til liðs við Atal­anta sum­arið 2021. Hann lék einn leik með Hauk­um í 2. deild­inni, sum­arið 2020, og þá á hann að baki þrjá lands­leiki með U19-ára landsliði Íslands.

mbl.is