Eiður bestur í Vestmannaeyjum

Eiður Aron Sigurbjörnsson með verðlaunin í gær.
Eiður Aron Sigurbjörnsson með verðlaunin í gær. Ljósmynd/ÍBV

Knattspyrnumaðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson var í gær útnefndur íþróttamaður Vestmannaeyja fyrir árið 2022.

Eiður er fyrirliði ÍBV og var lykilmaður í liðinu sem hélt sér uppi í efstu deild sem nýliði á síðustu leiktíð. Lék hann 26 leiki með liðinu og skoraði í þeim fjögur mörk.

Íþróttamenn æskunnar, eða efnilegasta íþróttafólk Vestmannaeyja, voru þau Birna María Unnarsdóttir og Elmar Erlingsson. Eru þau bæði í handbolta og fótbolta.  

Birna María Unnarsdóttir og Elmar Erlingsson voru einnig verðlaunuð.
Birna María Unnarsdóttir og Elmar Erlingsson voru einnig verðlaunuð. Ljósmynd/ÍBV
mbl.is