Tuttugu stúlkur fara til Portúgals

Sædís Rún Heiðarsdóttir, til hægri, er fyrirliði U19 ára landsliðsins.
Sædís Rún Heiðarsdóttir, til hægri, er fyrirliði U19 ára landsliðsins. mbl.is/Arnþór Birkisson

Íslenska stúlknalandsliðið í knattspyrnu, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, er á leiðinni á alþjóðlegt mót í Portúgal og Margrét Magnúsdóttir þjálfari hefur valið 20 stúlkur til ferðarinnar.

Ísland mætir Póllandi 15. febrúar, Portúgal 18. febrúar og Wales 21. febrúar en liðið býr sig undir leiki í milliriðli Evrópumótsins sem fram fara í apríl. Þar mætir það Svíþjóð, Danmörku og Úkraínu.

Hópurinn sem fer til Portúgals er þannig skipaður:

Birna Kristín Björnsdóttir, Breiðabliki
Írena Héðinsdóttir Gonzalez, Breiðabliki
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir, Breiðabliki
Berglind Þrastardóttir, FH
Elísa Lana Sigurjónsdóttir, FH
Tinna Brá Magnúsdóttir, Fylki
Mikaela Nótt Pétursdóttir, Haukum
Henríetta Ágústsdóttir, HK
Þóra Björg Stefánsdóttir, ÍBV
Ísfold Marý Sigtryggsdóttir, KA
Emelía Óskarsdóttir, Kristianstad
Eyrún Embla Hjartardóttir, Stjörnunni
Snædís María Jörundsdóttir, Stjörnunni
Sædís Rún Heiðarsdóttir, Stjörnunni
Fanney Inga Birkisdóttir, Val
Hildur Björk Búadóttir, Val
Sigríður Theódóra Guðmundsdóttir, Val
Jakobína Hjörvarsdóttir, Þór
Freyja Karín Þorvarðardóttir, Þrótti R.
Katla Tryggvadóttir, Þrótti R.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert