Fimm breytingar á landsliðshópnum – Ólöf nýliði

Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir …
Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir eru allar í hópnum. Eggert Jóhannesson

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur tilkynnt leikmannahópinn sem mun taka þátt í Pinatar Cup á Spáni síðar í mánuðinum. Fimm breytingar eru gerðar á hópnum frá því í síðasta verkefni.

Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Telma Ívarsdóttir, Hafrún Rakel Halldórsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir koma inn í hópinn á ný og þá er Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, sóknarmaður Þróttar úr Reykjavík, valin í fyrsta skipti.

Sara Björk Gunnarsdóttir hefur lagt landsliðsskóna á hilluna og þær Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving, Íris Dögg Gunnarsdóttir, Ásdís Karen Halldórsdóttir og Jasmín Erla Ingadóttir voru sömuleiðis í síðasta hóp, gegn Portúgal í umspili um sæti á HM, en eru ekki valdar að þessu sinni.

Ísland mætir Skotlandi, Wales og Filippseyjum í San Pedro del Pinatar á Spáni. Fara leikirnir fram 15., 18. og 21. febrúar.

Hópurinn:

Sandra Sigurðardóttir - Valur - 48 leikir

Cecilía Rán Rúnarsdóttir - Bayern München - 8 leikir

Telma Ívarsdóttir - Breiðablik - 1 leikur

Guðný Árnadóttir - AC Milan - 19 leikir

Elísa Viðarsdóttir - Valur - 49 leikir

Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern München - 108 leikir, 8 mörk

Ingibjörg Sigurðardóttir - Vålerenga - 49 leikir

Guðrún Arnardóttir - Rosengård - 22 leikir, 1 mark

Arna Sif Ásgrímsdóttir - Valur - 12 leikir, 1 mark

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir - Breiðablik - 11 leikir

Hafrún Rakel Halldórsdóttir - Breiðablik - 4 leikir

Dagný Brynjarsdóttir - West Ham - 108 leikir, 37 mörk

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - Stjarnan - 96 leikir, 14 mörk

Alexandra Jóhannsdóttir - Fiorentina - 29 leikir, 3 mörk

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayern München - 22 leikir, 8 mörk

Selma Sól Magnúsdóttir - Rosenborg - 21 leikur, 3 mörk

Amanda Jacobsen Andradóttir - Kristianstad- 9 leikir

Agla María Albertsdóttir - Breiðablik - 51 leikur, 4 mörk

Sveindís Jane Jónsdóttir - Wolfsburg - 25 leikir, 7 mörk

Svava Rós Guðmundsdóttir - Gotham - 42 leikir, 2 mörk

Hlín Eiríksdóttir - Kristianstad - 20 leikir, 3 mörk

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir - Þróttur R.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir - París SG - 69 leikir, 12 mörk

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert