Hefur þá eiginleika sem þarf til að vera toppfyrirliði

Glódís Perla Viggósdóttir er nýr landsliðsfyrirliði.
Glódís Perla Viggósdóttir er nýr landsliðsfyrirliði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Glódís Perla Viggósdóttir er nýr fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta. Tekur hún við fyrirliðabandinu af Söru Björk Gunnarsdóttur, sem er hætt að leika með landsliðinu.

„Hún er flottur einstaklingur sem getur tekið forystu innan hóps. Hún hefur góða og sterka rödd innan hópsins og er fyrirmynd innan og utan vallar,“ sagði landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson í samtali við mbl.is um nýja fyrirliðann sinn.

„Hún getur verið góður talsmaður leikmanna utan við. Það er ekki spurning að hún hefur þá eiginleika sem þarf til að vera toppfyrirliði,“ bætti hann við.

mbl.is