Liðstyrkur á Sauðárkrók

Leikmenn Tindastóls fagna sæti í Bestu deildinni síðasta sumar.
Leikmenn Tindastóls fagna sæti í Bestu deildinni síðasta sumar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tindastóll hefur samið við knattspyrnukonurnar Monicu Wilhelm og Gwen Mummert um að leika með liðinu á komandi keppnistímabili í Bestu deild kvenna.

Þetta tilkynnti félagið á Instagram í dag en þær hafa báðar leikið í bandaríska í háskólaboltanum undanfarin ár.

Wilhelm, sem er bandarísk, er markvörður sem hefur leikið í fjögur ár með Iowa-háskólanum en Mummert er þýskur varnarmaður sem hefur leikið með Mississippi State.

Tindastóll er nýliði í efstu deild á komandi tímabili en liðið hafnaði í öðru sæti 1. deildarinnar síðasta sumar.

mbl.is