Lykilmenn framlengja í Laugardal

Álfhildur Rósa Kjartansdóttir hefur framlengt samning sinn í Laugardalnum.
Álfhildur Rósa Kjartansdóttir hefur framlengt samning sinn í Laugardalnum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Knattspyrnukonurnar Álfheiður Rósa Kjartansdóttir og Sóley María Steinarsdóttir hafa framlengt samninga sína við Þrótt úr Reykjavík út keppnistímabilið 2025.

Þetta kom fram á fótbolta.net í dag en Álfhildur hefur verið fyrirliði liðsins undanfarin ár og Sóley hefur verið lykilmaður í varnarleik liðsins.

Álfhildur, sem er 22 ára, er uppalin hjá félaginu og hefur leikið með Þrótturum allan sinn feril en hún á að baki 47 leiki í efstu deild þar sem hún hefur skorað þrjú mörk.

Sóley, sem einnig er 22 ára, er einnig uppalin í Laugardalnum en hún lék með Breiðabliki í tvö tímabil, á árunum 2019 til 2020. Alls á hún að baki 62 leiki í efstu deild þar sem hún hefur skorað eitt mark.

Þróttur hafnaði í fjórða sæti Bestu deildarinnar á síðustu leiktíð með 31 stig, tveimur stigum minna en Breiðablik sem hafnaði í öðru sætinu.

Sóley María Steinarsdóttir.
Sóley María Steinarsdóttir. Ljósmynd/Þórir Tryggvason
mbl.is