Skrautlegar aðstæður á æfingu Vestra (myndskeið)

Það voru skrautlegar aðstæður á æfingu hjá Vestra.
Það voru skrautlegar aðstæður á æfingu hjá Vestra. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Eins og önnur íslensk knattspyrnulið undirbýr karlalið Vestra sig fyrir komandi tímabil með æfingum og leikjum.

Aðstæðurnar fyrir vestan eru hinar skrautlegustu, en á meðan mörg lið æfa í góðum innanhúshöllum, þurftu Vestramenn að sætta sig við æfingu utanhús í miklum snjóbyl.

Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Vestra, birti myndband af æfingunni skrautlegu á Twitter, en myndbandið má sjá hér fyrir neðan. 

mbl.is