Tveir lykilmenn áfram í Víkinni

Nikolaj Hansen og Helgi Guðjónsson verða áfram samherjar næstu tvö …
Nikolaj Hansen og Helgi Guðjónsson verða áfram samherjar næstu tvö ár, hið minnsta. Ljósmynd/Kristinn Steinn Traustason

Sóknarmennirnir Helgi Guðjónsson og Nikolaj Hansen hafa framlengt samninga sína við knattspyrnudeild Víkings úr Reykjavík til ársins 2025.

Helgi hefur verið hjá Víkingi frá árinu 2019, er hann kom til félagsins frá Fram. Helgi hefur leikið 58 leiki með Víkingi í efstu deild og skorað í þeim 15 mörk. Þar á undan lék hann 74 leiki með Fram í 1. deild og skoraði 22 mörk.

Hansen hefur verið hjá Víkingi frá miðju sumri 2017 og varð hann markakóngur úrvalsdeildarinnar árið 2021 með 16 mörk, þegar Víkingur varð Íslands- og bikarmeistari.

Þá skoraði hann tvö mörk í bikarúrslitum gegn FH á síðasta tímabili, er Víkingur varði bikartitilinn. Alls hefur danski sóknarmaðurinn skorað 37 mörk í 112 leikjum í efstu deild með Val og Víkingi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert