Ótrúlega mikill heiður að vera valin

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir er nýjasta landsliðskona Íslands.
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir er nýjasta landsliðskona Íslands. mbl.is/Hákon Pálsson

„Ég bjóst ekki beint við þessu, en á sama tíma kom þetta mér ekki á óvart. Þetta var skemmtilegt,“ sagði Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, nýjasta A-landsliðskona Íslands í fótbolta, í samtali við Morgunblaðið.

Ólöf er uppalin hjá Val en hefur undanfarin ár raðað inn mörkum fyrir Þrótt úr Reykjavík í efstu deild, þar sem hún hefur skorað 18 mörk í 39 leikjum.

„Ég ræddi aðeins við hann þegar það voru æfingar í nóvember. Þannig að ég vissi að hann hafði verið að fylgjast með því sem ég var að gera,“ sagði hún. En hvernig kemst ný A-landsliðskona að því að hún sé í hópnum í fyrsta skipti?

„Ég fékk skilaboð frá vinkonu minni og svo skoðaði ég heimasíðu KSÍ og sá þetta þar. Það var enginn hjá landsliðinu eða KSÍ sem hringdi í mig. Ég var að vinna þegar ég fékk þessar fréttir og var mjög glöð og stolt,“ sagði Ólöf Sigríður.

Nánar er rætt við Ólöfu í Morgunblaðinu sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert