„Hvað er í gangi?“

„Leikirnir sem standa upp úr á EM eru leikirnir gegn Austurríki og Englandi,“ sagði Kári Árnason, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu og yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi úr Reykjavík, í Dagmálum.

Kári, sem er fertugur, var lykilmaður í íslenska karlalandsliðinu sem fór alla leið í 8-liða úrslit lokakeppni Evrópumótsins í Frakklandi árið 2016.

„Við lágum í vörn í 45 mínútur í seinni hálfleik,“ sagði Kári.

„Þetta var hrikalegt – stressið – og það er með ólíkindum að þeir hafi ekki skorað annað mark.

Það kom svo fljótlega í ljós, eftir leikinn, að við myndum mæta Englandi í 16-liða úrslitunum og ég man að við vorum hlæjandi í rútunni; hvað er í gangi?“ sagði Kári meðal annars.

Viðtalið við Kára í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Jamie Vardy og Kári Árnason í barátunni í leiknum fræga …
Jamie Vardy og Kári Árnason í barátunni í leiknum fræga gegn Englandi í Nice árið 2016. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is