Jafntefli í stórleiknum

Jasmín Erla Ingadóttir skoraði mark Stjörnunnar.
Jasmín Erla Ingadóttir skoraði mark Stjörnunnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjarnan og Breiðablik gerðu jafntefli, 1:1, í riðli 2 í Lengjubikar kvenna í knattspyrnu í Miðgarði í kvöld. 

Jasmín Erla Ingadóttir kom Stjörnunni yfir á 33. mínútu en Birta Georgsdóttir jafnaði á 62. og við stóð, 1:1. 

Stjarnan er efst með 10 stig eftir fjóra leiki. Breiðablik er með sjö stig í öðru sæti eftir þrjá leiki og svo kemur ÍBV í þriðja sæti með 3 stig eftir 2 leiki. Tvö lið fara upp úr riðlinum í undanúrslit. 

mbl.is