Fjórir nýliðar hjá U21-árs liðinu

FH-ingurinn Úlfur Ágúst Björnsson er einn fjögurra nýliða í U21-árs …
FH-ingurinn Úlfur Ágúst Björnsson er einn fjögurra nýliða í U21-árs landsliðshópnum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-árs landsliðs karla í knattspyrnu, hefur valið leikmannahóp sem mætir Írlandi í vináttulandsleik þann 27. mars næstkomandi.

Í hópnum að þessu sinni eru fjórir nýliðar, þeir Úlfur Ágúst Björnsson hjá FH, Lúkas Logi Heimisson hjá Val, Arnór Gauti Jónsson hjá Fylki og Andi Hoti hjá Leikni úr Reykjavík.

Auk þess eru alls ellefu leikmenn sem hafa leikið einn leik fyrir liðið.

Leikurinn fer fram á Turner's Cross-vellinum í Cork á Írlandi og hefst klukkan 15 að íslenskum tíma. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á vef írska knattspyrnusambandsins.

Leikurinn er liður í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni EM 2025, en Ísland hefur leik í henni 12. september þegar það mætir Tékklandi hér heima. Í riðlinum eru einnig Litháen, Wales og Danmörk.

Hópurinn er þannig skipaður:

Markverðir:
Ólafur Kristófer Helgason - Fylkir - 1 leikur
Adam Ingi Benediktsson - IFK Göteborg - 1 leikur

Varnarmenn:
Róbert Orri Þorkelsson - CF Montréal - 12 leikir
Oliver Stefánsson - Breiðablik - 1 leikur
Jakob Franz Pálsson - KR - 1 leikur
Andi Hoti - Leiknir R.
Óli Valur Ómarsson - IK Sirius - 5 leikir
Ólafur Guðmundsson - FH - 2 leikir

Miðjumenn:
Arnór Gauti Jónsson - Fylkir
Andri Fannar Baldursson - NEC Nijmegen - 11 leikir
Kristall Máni Ingason - Rosenborg - 10 leikir, 6 mörk
Kristófer Jónsson - Venezia - 1 leikur
Anton Logi Lúðvíksson - Breiðablik - 1 leikur
Orri Hrafn Kjartansson - Valur - 1 leikur
Davíð Snær Jóhannsson - FH - 1 leikur

Sóknarmenn:
Danijel Dejan Djuric - Víkingur R. - 1 leikur
Ísak Andri Sigurgeirsson - Stjarnan - 1 leikur
Úlfur Ágúst Björnsson - FH
Lúkas Logi Heimisson - Valur
Eyþór Aron Wöhler - Breiðablik - 1 leikur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert