Framlengir í Garðabænum

Henrik Máni Hilmarsson heldur kyrru fyrir í Garðabænum.
Henrik Máni Hilmarsson heldur kyrru fyrir í Garðabænum. Ljósmynd/Stjarnan

Henrik Máni Hilmarsson, tvítugur knattspyrnumaður hjá Stjörnunni, hefur skrifað undir nýjan samning við uppeldisfélagið. Nýi samningurinn gildir út tímabilið 2025.

Henrik Máni lék fimm leiki með Stjörnunni á síðustu vikum tímabilsins í Bestu deildinni á síðasta tímabili.

Fyrr á tímabilinu lék hann tíu leiki sem lánsmaður hjá Garðabæjarliðinu KFG í D-deildinni síðasta sumar og skoraði í þeim tvö mörk.

„Henrik er þroskaður og vel gerður ungur maður sem hefur tekið stór skref fram á við síðasta árið. Við hlökkum til að vinna með honum í næstu skrefum og höfum mikla trú á honum,“ sagði Jökull I. Elísabetarson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, í tilkynningu frá knattspyrnudeild félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert