Fjögur eygja annað sætið

Íslenska landsliðið mætir Bosníu og Liechtenstein 23. og 26. mars.
Íslenska landsliðið mætir Bosníu og Liechtenstein 23. og 26. mars. Ljósmynd/Alex Nicodim

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur leik í undankeppni EM 2024 þegar liðið heimsækir Bosníu og Hersegóvínu næstkomandi fimmtudag. A-landslið þessara tveggja þjóða hafa aldrei mæst, hvorki karla- né kvennaliðin, og því um glænýjan mótherja að ræða.

„Þetta er bara mjög gott teknískt lið með nokkuð marga leikmenn í bestu fimm deildum Evrópu. Ég taldi sjö sem eru í hópi hjá þeim. Þetta eru teknískir og góðir fótboltamenn.

Fyrir þá sem þekkja [Miralem] Pjanic endurspeglar hann svolítið þeirra DNA. Þeir eru líka, sérstaklega á heimavelli, mjög harðir. Þéttir fyrir og geta lokað leikjum. Þeir eru mjög góðir á heimavelli.

Það er alveg ljóst að við megum ekki halda að við séum að fara til Bosníu og rúlla yfir þá, því þeir eru með marga góða fótboltamenn,“ sagði Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í samtali við Morgunblaðið eftir blaðamannafund í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal á fimmtudag.

Ítarlegt viðtal er við Arnar í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »