Ísland burstaði Lúxemborg

Margrét Brynja Kristinsdóttir skoraði tvö mörk í dag.
Margrét Brynja Kristinsdóttir skoraði tvö mörk í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

U17 ára stúlknalandslið Íslands fór illa með jafnaldra sína frá Lúxemborg, 6:0, í undankeppni EM í Tirana í Albaníu í dag. 

Margrét Brynja Kristinsdóttir kom Íslandi yfir eftir hálftíma leik og Berglind Freyja Hlynsdóttir tvöfaldaði forystu Íslands undir lok fyrri hálfleiks. Hún skoraði svo sitt annað mark í byrjun seinni hálfleiks og kom Íslandi í 3:0.

Aftur var komið að Margréti en hún bætti við fjórða markinu á 53. mínútu. Fimm mínútum síðar fullkomnaði Berglind þrennu sína og kom Íslandi í 5:0. Síðasta mark Íslands var svo sjálfsmark. 

Þetta er góð byrjun hjá íslenska liðinu sem er efst í sínum riðli B-deildarinnar með þrjú stig, en ásamt Lúxemborg er Albanía einnig með Íslandi í riðli. Lúxemborg vann Albaníu 3:0 í fyrsta leiknum. 

Íslensku stúlkurnar mæta Albaníu í lokaleiknum á þriðjudaginn og mega tapa honum stórt en vinna samt riðilinn og leika á ný í A-deildinni í næstu undankeppni.

mbl.is