Umræðan hafði ekki áhrif á Albert á Ítalíu

Albert Guðmundsson í leik með íslenska landsliðinu.
Albert Guðmundsson í leik með íslenska landsliðinu. Ljósmynd/Alex Nicodim

Albert Guðmundsson heldur áfram að spila vel á Ítalíu en hann skoraði tvö mörk í útisigri Genoa á Brescia, 3:0, í ítölsku B-deildinni í fótbolta í dag. 

Genoa-menn leiddu 1:0 í hálfleik þökk sé marki Anthony Salcedo. Í seinni hálfleik bætti svo Albert við tveimur mörkum, á 71. mínútu og í uppbótartíma. Genoa er í öðru sæti deildarinnar með 56 stig, og líklegt til að fara upp í A-deildina.

Eins og flestum er kunnugt þá er Al­bert ekki í landsliðshópi Arn­ars Þórs Viðars­son­ar fyr­ir kom­andi verk­efni gegn Bosn­íu og Her­segóvínu og Liechten­stein en mik­il umræða hef­ur skap­ast í kring­um það. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert