Bíða milli vonar og ótta

Kyle McLagan fagnar marki í leik með Víkingi síðasta sumar.
Kyle McLagan fagnar marki í leik með Víkingi síðasta sumar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bandaríski miðvörðurinn Kyle McLagan, leikmaður Víkings úr Reykjavík, þurfti að fara af velli vegna hnémeiðsla í 0:1-tapi liðsins fyrir Val í undanúrslitum deildabikars karla í knattspyrnu, Lengjubikarsins, í gær.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, óttast það versta en vonar það besta.

„Mestu áhyggjurnar núna eru varðandi Kyle. Við erum að bíða og vona að hann sé ekki með slitin krossbönd. Þetta leit ekki vel út, það návígi sem hann fór í.

Þetta lítur bara hræðilega út, krossleggjum fingur og vonumst að niðurstaðan úr myndatöku verði okkur jákvæð,“ sagði Arnar í samtali við Fótbolta.net eftir leik.

mbl.is