Sævar Atli leikfær eftir höfuðhöggið

Sævar Atli Magnússon.
Sævar Atli Magnússon. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sævar Atli Magnússon, sóknarmaður Lyngby, var tekinn af leikvelli eftir þungt höfuðhögg í leik liðsins gegn Horsens í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Sævar fékk skurð á ennið og sauma þurfti átta spor. Hann fékk ekki heilahristing og er tilbúinn í slaginn með íslenska landsliðinu í fyrstu leikjum liðsins í undankeppni EM, samkvæmt umboðsmanni hans, Magnúsi Agnari Magnússyni.

Sævar Atli er í landsliðshópnum í fyrsta skipti fyrir mótsleiki en hann lék sína tvo fyrstu landsleiki í janúar, vináttuleiki gegn Eistlandi og Svíþjóð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert