Yfirburðir Blika og efsta sætið í höfn

Taylor Ziemer skoraði fjögur mörk fyrir Breiðablik í dag.
Taylor Ziemer skoraði fjögur mörk fyrir Breiðablik í dag. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Breiðablik tryggði sér sigur í riðli 2 í deildabikar kvenna í fótbolta, Lengjubikarnum, með yfirburðasigri gegn Keflvíkingum, 9:0, á Kópavogsvellinum í dag.

Taylor Ziemer skoraði fjögur mörk fyrir Breiðablik í leiknum, Birta Georgsdóttir tvö, Clara Sigurðardóttir tvö og Hafrún Rakel Halldórsdóttir eitt.

Breiðablik fékk því 13 stig eins og Stjarnan en er með mun betri markatölu, 27:1 gegn 14:3. Það kemur því hlut Stjörnunnar að mæta Þrótti í undanúrslitunum en Breiðablik mætir Þór/KA eða Val.

mbl.is