Ísak með á æfingu eftir veikindi

Ísak Bergmann Jóhannesson í leik með íslenska landsliðinu.
Ísak Bergmann Jóhannesson í leik með íslenska landsliðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ísak Bergmann Jóhannesson, leikmaður FC Köbenhavn, tók þátt á æfingu íslenska landsliðsins í knattspyrnu í Þýskalandi í dag eftir að hafa glímt við veikindi að undanförnu.

Fótbolti.net greinir frá því að allir leikmenn landsliðshópsins hafi tekið þátt í æfingu liðsins á æfingasvæði Bayern München í morgun.

Ísak Bergmann var ekki í leikmannahópi FC Köbenhavn um liðna helgi vegna veikindanna.

Þá hafði liðið betur gegn Viborg, 2:1, í dönsku úrvalsdeildinni þar sem liðsfélagi Ísaks og æskuvinur, Hákon Arnar Haraldsson, skoraði fyrra mark Danmerkurmeistaranna.

mbl.is