Skoruðu þrettán mörk og fóru upp í A-deild

Íslenska liðið stillir sér upp fyrir leikinn í dag.
Íslenska liðið stillir sér upp fyrir leikinn í dag. Ljósmynd/KSÍ

Íslenska U17-ára landsliðið í knattspyrnu kvenna gerði sér lítið fyrir og vann 13:0-sigur á Albaníu þegar liðin áttust við í B-deild undankeppni EM 2024 í Albaníu í dag.

Með sigrinum tryggði Ísland sér sæti í A-deild undankeppni EM næstkomandi eftir að hafa unnið 6:0-sigur á Lúxemborg í undanriðlinum á laugardag.

Margrét Brynja Kristinsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir íslenska liðið og þær Berglind Freyja Hlynsdóttir, Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir og Ísabella Sara Tryggvadóttir skoruðu tvö mörk hver.

Sigdís Eva Bárðardóttir, Sóley María Davíðsdóttir og Jóhanna Elín Halldórsdóttir komust einnig á blað.

mbl.is