Arnar tjáði sig um yfirlýsingu Gumma Ben

Arnar Þór á blaðamannafundi í kvöld.
Arnar Þór á blaðamannafundi í kvöld. mbl.is/Jóhann Ingi

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, var spurður út í yfirlýsingu, sem Guðmundur Benediktsson sendi frá sér á dögunum, þegar hann sat fyrir svörum blaðamanna á Bilino Polje-vellinum í Zenica í kvöld.

Arnar sagði á dögunum að Albert væri ekki landsliðshópnum í yfirstandandi verkefni, þar sem hann hefði ekki sætt sig við að sitja á bekknum í fyrsta leik gegn Bosníu. Guðmundur, faðir Alberts, var allt annað en sáttur við ummæli Arnars og lét ósætti sitt í ljós í yfirlýsingu.

„Mín viðbrögð eru bara mjög lítil. Ég hef ekki neinn tíma til að berjast í svona hlutum," svaraði Arnar, aðspurður út í viðbrögð Guðmundar í kvöld.

„Það þurfa allir að hafa sínar skoðanir og ég virði það. Ég stjórna því sem ég vil stjórna og vinn mína vinnu,“ bætti hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert