Dzeko byrjar á bekknum

Eden Dzeko byrjar á varamannabekknum.
Eden Dzeko byrjar á varamannabekknum. Ljósmynd/Knattspyrnusamband Bosníu

Edin Dzeko, skærasta stjarna bosníska karlalandsliðsins í fótbolta, byrjar á varamannabekk liðsins er það mætir Íslandi í undankeppni EM í Zenica í Bosníu í kvöld.

Dzeko, sem er fyrirliði liðsins, markahæsti leikmaður þess frá upphafi og leikmaður Inter Mílanó, er að glíma við meiðsli í baki. 

Bosnískir blaðamenn í stúkunni í Zenica búast við því að Dzeko komi inn á sem varamaður í seinni hálfleik, en treysti sér ekki til að spila heilan leik. 

mbl.is