Tveir af þremur þekktustu ekki með

Eden Dzeko og félagar á æfngu í vikunni.
Eden Dzeko og félagar á æfngu í vikunni. Ljósmynd/Knattspyrnusamband Bosníu

Tveir af þremur þekktustu leikmönnum Bosníu verða ekki með liðinu er það mætir Íslandi í undankeppni EM karla í fótbolta í Zenica í Bosníu í kvöld.

Miralem Pjanic, sem hefur leikið með Lyon, Juventus og Barcelona, er ekki í hópnum vegna meiðsla. Var hann ekki valinn í leikmannahópinn fyrir leikinn gegn Íslandi.

Sead Kolasinac, sem hefur leikið með Arsenal og Schalke og er nú leikmaður Marseille, verður heldur ekki með gegn Íslandi vegna meiðsla. Var hann valinn í hópinn gegn Íslandi en meiddist í aðdraganda leiksins.

Edin Dzeko er skærasta stjarna bosníska liðsins og verður fyrirliðinn á sínum stað í framlínu liðsins. Tveir af þremur þekktustu leikmönnum bosníska liðsins eru hins vegar fjarverandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert