Náði óvart myndskeiði af markinu

Skjáskot úr myndskeiði Ástralans.
Skjáskot úr myndskeiði Ástralans.

Fótboltaáhugamaður frá Ástralíu rambaði fyrir tilviljun fram á leik Dalvíkur/Reynis og Hattar/Hugins í Lengjubikar karla í dag.

Maðurinn er á ferð um Norðurland og var að keyra framhjá Dalvík er hann sá að leikurinn var í gangi.

Yfirleitt ferðast hann um Ástralíu og mætir á fótboltaleiki fjölda liða í ýmsum deildum, og sýnir frá. Nú er hann aftur á móti á ferðalagi en hitti óvænt á leik þessara framandi liða.

Leiknum lauk með 3:2 sigri Hattar/Hugins. Svo skemmtilega vildi til að er Ástralinn tók myndskeið af útsýninu skoraði Höttur/Huginn sitt þriðja mark.

Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af markinu, sem og útsýninu:

mbl.is

Bloggað um fréttina