Viðsnúningur í Vaduz?

Byrjunarlið Íslands gegn Bosníu. Búast má við breytingum fyrir leikinn …
Byrjunarlið Íslands gegn Bosníu. Búast má við breytingum fyrir leikinn gegn Liechtenstein á morgun. Ljósmynd/Alex Nicodim

Eftir skellinn gegn Bosníumönnum í Zenica í fyrrakvöld liggur leið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta til Liechtenstein þar sem það mætir heimamönnum í Vaduz í annarri umferð undankeppni Evrópumótsins á morgun, sunnudag, klukkan 16 að íslenskum tíma.

Það verður viðureign tveggja neðstu liðanna í J-riðli því Liechtenstein tapaði fyrir Portúgal, 4:0, í Lissabon í fyrstu umferð riðilsins. Um kvöldið leikur Slóvakía við Bosníu og Lúxemborg mætir Portúgal og þar með verður á sunnudagskvöld lokið tveimur umferðum af tíu í riðlinum.

Þetta er tækifæri sem íslenska liðið verður að nýta sér til þess að innbyrða sín fyrstu stig í riðlinum og gera það af eins miklu öryggi og kostur er. Lið Liechtenstein hélt Cristiano Ronaldo og samherjum vel í skefjum á löngum köflum í leiknum í Lissabon en vel skipulagður varnarleikur hefur jafnan verið aðalsmerkið hjá liði Liechtenstein.

Tapið í Zenica þýðir að íslenska liðið þarf ekki aðeins á stigum að halda heldur líka sannfærandi frammistöðu til að rétta það af fyrir tvo næstu leiki, heimaleikina gegn Slóvakíu og Portúgal í júní, en þar mun ráðast hvort Ísland eigi raunhæfa möguleika á að berjast um hið eftirsótta annað sæti í riðlinum.

Greinin í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert