Bættu stærsta mótssigurinn um þrjú mörk

Andra Lucasi Guðjohnsen fagnað eftir að hann skoraði sjötta mark …
Andra Lucasi Guðjohnsen fagnað eftir að hann skoraði sjötta mark Íslands í Vaduz í dag. Ljósmynd/Alex Nicodim

Þegar íslenska karlalandsliðið vann Liechtenstein 7:0 í undankeppni Evrópumótsins 2024 í Vaduz í dag bætti það sinn stærsta sigur í mótsleik um þrjú mörk.

Fram að leiknum í Vaduz hafði Ísland unnið þrjá leiki í undankeppnum stórmóta með markatölunni 4:0 og þeir voru reyndar líka allir gegn Liechtenstein.

Árið 1997 mættust liðin tvisvar i í undankeppni HM 1998 og Ísland vann báða leikina með sömu markatölu, 4:0.

Árið 2021 mættust þau á ný í undankeppni HM 2022 og Ísland vann heimaleikinn á Laugardalsvellinum, 4:0.

Þá er þetta næststærsti sigur Íslands í A-landsleik karla frá upphafi. Sá stærsti, 9:0, var í vináttuleik gegn Færeyingum sem fram fór í Keflavík árið 1985, þar sem Ragnar Margeirsson skoraði þrennu á heimavelli.

Aðrir stórir sigrar í vináttulandsleikjum:

1975: Ísland - Færeyjar 6:0
1976: Færeyjar - Ísland 1:6
1983: Ísland - Færeyjar 6:0
1991: Ísland - Tyrkland 5:1
2000: Ísland - Malta 5:0
2018: Indónesía - Ísland 0:6

mbl.is