Bráðskemmtileg auglýsing fyrir Bestu deildirnar (myndskeið)

Logi Tómasson og liðsfélagar hans í Víkingi þurfa að þjást …
Logi Tómasson og liðsfélagar hans í Víkingi þurfa að þjást í auglýsingunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á kynningarfundi Bestu deildar karla í knattspyrnu húsakynnum Sýnar í dag var frumsýnd auglýsing fyrir Bestu deildir karla og kvenna, sem hefjast í næsta mánuði.

Besta deild karla hefst 10. apríl næstkomandi og Besta deild kvenna þann 25. apríl.

Í auglýsingunni, sem Hannes Þór Halldórsson kvikmyndaleikstjóri og fyrrverandi landsliðsmarkvörður í knattspyrnu leikstýrir, er slegið á létta strengi.

Má sjá afraksturinn hér:

mbl.is