Ísland úr leik eftir þriðja jafnteflið

Íslenska U17-ára liðið stillir sér upp fyrir leik gegn Wales …
Íslenska U17-ára liðið stillir sér upp fyrir leik gegn Wales á dögunum. Ljósmynd/KSÍ

Íslenska U17-ára landsliðinu í knattspyrnu auðnaðist ekki að tryggja sér sæti á EM 2023 eftir að hafa gert þriðja jafntefli sitt í milliriðli 2 í jafnmörgum leikjum þegar liðið mætti Skotlandi í dag.

Leikið var í Cardiff í Wales og lauk leiknum gegn Skotum með markalausu jafntefli.

Liðið hafði áður gert 1:1-jafntefli við heimamenn í Wales og markalaust jafntefli við Svartfjallaland.

Wales vann riðilinn með 5 stigum og Skotland hafnaði í öðru sæti með 4 stig.

Ísland kom þar á eftir með 3 stig, sem verður að teljast svekkjandi niðurstaða þar sem Wales fer beint á EM, auk þess sem Skotland á möguleika á því að komast þangað einnig með einn besta árangur liða í öðru sæti. Kemur það í ljós síðar í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert