Á kynningarfundi Bestu deildarinnar í knattspyrnu karla í húsakynnum Sýnar í dag var spá fyrirliða, þjálfara og formanna félaganna opinberuð.
Gangi hún eftir munu Íslandsmeistarar Breiðabliks verja titil sinn í haust.
Samkvæmt spánni hafnar Valur í öðru sæti og bikarmeistarar Víkings úr Reykjavík í því þriðja.
Nýliðum HK er spáð falli ásamt Keflavík. Þá er því spáð að hinir nýliðarnir, Fylkir, haldi sér naumlega uppi.
Spáin: