Spá því að Blikar verji titilinn og að Keflavík og HK falli

Mun Blikum takast að verja Íslandsmeistaratitil sinn?
Mun Blikum takast að verja Íslandsmeistaratitil sinn? mbl.is/Óttar Geirsson

Á kynningarfundi Bestu deildarinnar í knattspyrnu karla í húsakynnum Sýnar í dag var spá fyrirliða, þjálfara og formanna félaganna opinberuð.

Gangi hún eftir munu Íslandsmeistarar Breiðabliks verja titil sinn í haust.

Samkvæmt spánni hafnar Valur í öðru sæti og bikarmeistarar Víkings úr Reykjavík í því þriðja.

Nýliðum HK er spáð falli ásamt Keflavík. Þá er því spáð að hinir nýliðarnir, Fylkir, haldi sér naumlega uppi.

Spáin:

  1. Breiðablik - 390 stig
  2. Valur - 367 stig
  3. Víkingur R. - 346 stig
  4. KA - 282 stig
  5. KR - 265 stig
  6. FH - 232 stig
  7. Stjarnan - 215 stig
  8. ÍBV - 167 stig
  9. Fram - 146 stig
  10. Fylkir - 97 stig
  11. Keflavík - 85 stig
  12. HK - 62 stig
mbl.is