Markahæstur í undankeppninni

Orri Steinn Óskarsson skoraði sex mörk í undankeppninni.
Orri Steinn Óskarsson skoraði sex mörk í undankeppninni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Framherjinn Orri Steinn Óskarsson skoraði sex mörk í undankeppni EM U19-ára landsliða í knattspyrnu og endaði sem markahæsti leikmaður undankeppninnar ásamt tveimur öðrum leikmönnum.

Íslenska liðið tryggði sér sæti í lokakeppni EM U19-ára landsliða sem fram fer á Möltu í sumar með 2:0-sigri gegn Möltu í gær á Englandi í lokaleik sínum í milliriðlinum.

Íslenska liðið vann einnig 1:0-sigur gegn Englandi í milliriðlinum, þar sem Orri Steinn skoraði sigurmarkið, og þá gerði Ísland 2:2-jafntefli gegn Tyrklandi.

Framherjinn skoraði sex mörk eins og áður sagði, líkt og Leon Elshan frá Austurríki og Artur Gajdos frá Serbíu.

mbl.is