Aðstoðarmenn Arnars ekki reknir

Arnar Þór Viðarsson, Jóhannes Karl Guðjónsson og Halldór Björnsson
Arnar Þór Viðarsson, Jóhannes Karl Guðjónsson og Halldór Björnsson mbl.is/Kristinn Magnússon

Ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands um að víkja Arnari Þór Viðarssyni frá störfum sem landsliðsþjálfara karla nær aðeins til hans en ekki til aðstoðarmanna hans.

Þetta fékk mbl.is staðfest hjá KSÍ rétt í þessu en ákvörðun um framtíð aðstoðarmannanna hefur ekki verið tekin enn sem komið er.

Jóhannes Karl Guðjónsson aðstoðarþjálfari er því áfram í starfi hjá KSÍ, alla vega eins og sakir standa, en með þeim í teyminu í síðasta verkefni, í Liechtenstein, voru einnig Arnór Snær Guðmundsson þrekþjálfari og Halldór Björnsson markvarðaþjálfari.

mbl.is