Sex sigrar í 31 leik hjá Arnari

Arnar Þór Viðarsson í tapleik Íslands gegn Bosníu í Zenica …
Arnar Þór Viðarsson í tapleik Íslands gegn Bosníu í Zenica síðasta fimmtudag. Ljósmynd/Alex Nicodim

Arnar Þór Viðarsson stýrði íslenska karlalandsliðinu í fótbolta í 31 leik frá 25. mars 2021 til 26. mars 2023.

Af þessum leikjum vann íslenska liðið aðeins sex en  gerði 13 jafntefli og tapaði 12 sinnum.

Mótsleikirnir voru 16 talsins og af þeim unnust þrír, allir gegn Liechtenstein, sjö enduðu með jafntefli og sex töpuðust.

Sigurleikirnir voru gegn Liechtenstein í undankeppni HM, 4:1 og 4:0, og í undankeppni EM, 7:0, og síðan þrír 1:0 sigrar í vináttulandsleikjum gegn Færeyjum, San Marínó og Venesúela.

Jafnteflin þrettán voru gegn Albaníu (tvö), Ísrael (tvö), Norður-Makedóníu, Armeníu, Rúmeníu, Póllandi, Úganda, Finnlandi, Litháen, Eistlandi og Lettlandi.

Tapleikirnir tólf voru gegn Þýskalandi (tveir), Suður-Kóreu (tveir), Armeníu, Rúmeníu, Norður-Makedóníu, Mexíkó, Spáni, Sádi-Arabíu, Svíþjóð og Bosníu.

Ísland endaði í fimmta sæti af sex liðum í sínum riðli í undankeppni HM árið 2021 með 9 stig úr 10 leikjum en varð í öðru sæti í sínum riðli í B-deild Þjóðadeildar UEFA árið 2022 með 4 stig úr fjórum jafnteflisleikjum.

Af fimmtán vináttulandsleikjum unnust þrír, sex enduðu með jafntefli og sex töpuðust.

Eftir tvo fyrstu leikina í undankeppni EM 2024 er Ísland í þriðja sæti í sínum riðli með þrjú stig, eftir tapið í Bosníu og sigurinn í Liechtenstein.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert