„Sjokkerandi hvað maður blótaði mikið“

„Gulli Jóns hafði samband og hann talar um að hann hafi fundið eitthvað á sér,“ sagði Kári Árnason, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu og yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi úr Reykjavík, í Dagmálum.

Kári, sem er fertugur, varð Íslands- og bikarmeistari með Víkingum árið 2021 en Gunnlaugur Jónsson gerði heimildarþáttaröð, Víkingar: Fullkominn endir, um lokaleiki tímabilsins sem sló í gegn en þar voru Kári og Sölvi Geir Ottesen í aðalhlutverkum.

„Það var svo mikið undir þannig að maður pældi ekkert í myndavélinni í klefanum,“ sagði Kári.

„Það var samt sjokkerandi að horfa á þetta og sjá hvað maður blótaði mikið,“ sagði Kári meðal annars í léttum tón.

Viðtalið við Kára í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Kári Árnason.
Kári Árnason. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is