Klæmint bjargaði Blikum á síðustu stundu

Stefán Ingi Sigurðarson fagnar eftir að hafa skorað fyrsta mark …
Stefán Ingi Sigurðarson fagnar eftir að hafa skorað fyrsta mark Blika á 4. mínútu í kvöld. mbl.is/Eggert

Blikar þurftu að fara erfiðu leiðina til að vinna Fram í Fylkisvellinum í kvöld í fyrsta leik fjórðu umferðar Bestu deildar karla í fótbolta, 5:4.

Þeir voru alveg með leikinn í sínum höndum fyrsta hálftímann og skoruðu þrjú mörk en slökuðu svo á klónni, Framarar gengu á lagið, komust inní leikinn og byrjuðu að skora. 

Það var síðan í blálokin að Klæmit Olsen skallaði inn sigurmark Breiðabliks, sem fagnaði mikið 5:4 sigri en Framarar voru eðlilega sárir fyrir að fá ekki neitt fyrir alla sína baráttu og seiglu.  Stefán Ingi Stefánsson skoraði þrennu fyrir Blika.

Áður en fjórar mínútur voru liðnar hafði Stefán Ingi Sigurðsson framherji Blika fengið gott færi en tókst ekki að lyfta boltanum yfir Ólafs Íshólm Ólafsson markvörð Fram.  Í næstu sókn tókst betur til þegar Stefán Ingi skallaði frábæra sendingu Gísla Eyjólfssonar af hægri kanti í vinstra hornið af stuttu færi.   Blikar komnir yfir og rúmlega þrjár mínútur liðnar.

Næsta opna færi kom á 11. mínútu þegar Jason Daði Svanþórsson fékk frábæra sendingu inn fyrir vörn Fram, Ólafur markmaður kom út úr teignum á móti, Jason Daði lék framhjá honum og autt markið blasti við en hann skaut í hliðarnetið. 

Á 20. mínútu skapaðist mikil hætta við mark Fram í svakalegri þvögu, Stefán Ingi kom að skoti en varnarmenn Fram hömuðust við að vera fyrir og koma svo boltanum út úr teignum, sem tókst að lokum.

Blikar voru alls ekki hættir og 24. mínútu kom næsta mark þegar Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Blika komst upp að vítateigshorni hægra megin og gaf fyrir á Patrik Johannesen í miðjum vítateig, sem skilaði boltanum í af miklu öryggi í markið.

Aðeins fjórum mínútum síðar kom næsta mark Blika og annað mark Stefáns Inga þegar hann fékk boltann óvænt í gegnum vörn Fram, rakti boltann aleinn upp að vítateig, Ólafur Íshólm markmaður kom út á móti en náði ekki að vera hnitmiðuðu skoti í vinstra hornið og staðan 3:0. 

Blikar urðu alltof rólegir og slökuðu á klónni, sem nóg fyrir markahrók eins og Guðmund Magnússon, sem skoraði eftir sendingu Fred Savaiva á 42. mínútu þegar heimamenn voru ekkert að leggja alltof mikið á sig til að koma boltanum úr teig sínum svo að staðan var 3:1 í hálfleik.

Eftir aðeins sjö mínútur í síðari hálfleik minnkaði varnarmaðurinn Már Ægisson muninn í 3:2 með föstu skoti utan teigs en boltinn fór í Framara og í hægra hornið því Anton Ari var búinn að fleygja sér í það vinstra. 

Nánast á sömu mínútu kom næsta mark enda hljóta Blikar að hafa vaknað hressilega, komust upp völlinn vinstra megin alla leið inn í vítateig þar sem Stefán Ingi þrumaði yfir Ólaf Íshólm í markinu og staðan orðin 4:2. 

Enn gleymdu Blikar sér og eftir langa og stranga sókn komst Fram inní vítateig þar sem Fred Savariva lék laglega á varnarmenn og markmann Breiðabliks áður en hann renndi boltanum undir Anton Ara í marki heimamanna, staðan 4:3. 

Svo kom skellurinn fór Breiðablik því eftir að hafa verið alltof lengi að koma í vörnina og eitt tíma í að heimta aukaspyrnu hinu megin á vellinum skutust Framarar upp völlinn, Fred lék laglega á vörn Blika inní teig og skaut síðan undir markvörðinn til að jafna 4:4.

Þegar komið var inní uppbótartíma fékk Breiðablik horn og Klæmit Olsen, sem hafði komið inná sem varamaður skallaði inn sigurmark Blika, 5:4.

Breiðablik 5:4 Fram opna loka
90. mín. Aron Jóhannsson (Fram) fær gult spjald
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert