Hörður Ingi frá út tímabilið vegna meiðsla

Hörður Ingi í baráttunni í leiknum gegn Keflavík á dögunum.
Hörður Ingi í baráttunni í leiknum gegn Keflavík á dögunum. mbl.is/Hákon

FH hefur orðið fyrir áfalli því ljóst er að knattspyrnumaðurinn knái Hörður Ingi Gunnarsson verður frá út tímabilið vegna meiðsla á öxl.

Hörður meiddist í leik gegn Keflavík þann 8. maí sl. og tilkynnti hann á Instagram-síðu sinni í gær að meiðslin myndu halda honum frá keppni út allt tímabilið.

„Þungt að fá þær fréttir að fótboltasumrinu 2023 sé líklega lokið hjá mér. Nú tekur við langt og krefjandi verkefni að koma sér aftur til baka og kemur ekkert annað til greina en að styðja vel við bakið á liðinu í sumar. Áfram FH.“ skrifar Hörður á Instagram.

Hörður gekk til liðs við FH á ný eftir eins árs fjarveru í Noregi fyrir tímabilið. Hörður er uppalinn FH-ingur og á að baki 72 leiki í efstu deild þar sem hann hefur skorað 3 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert