Ægir Jarl hetja KR í kvöld

Daníel Laxdal úr Stjörnunni og Kristján Flóki Finnbogason hjá KR …
Daníel Laxdal úr Stjörnunni og Kristján Flóki Finnbogason hjá KR eigast við í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

KR sigraði Stjörnuna 1:0 í 9. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu á Meistaravöllum í kvöld. KR er með tíu stig í 8. sæti deildarinnar en Stjarnan sjö stig í 10. sætinu.

Fyrri hálfleikurinn einkenndist af aðstæðum á KR-vellinum en rigning og blautur og ósléttur völlur gerðu leikmönnum erfitt um vik.

Fá færi litu dagsins ljós en það besta fékk Stjörnumaðurinn Daníel Laxdal á 29. mínútu. Boltinn datt þá fyrir hann í miðjum vítateig KR-inga eftir frábæra aukaspyrnu Hilmars Árna Halldórssonar. Daníel virtist vera að koma Stjörnumönnum í forystu en Jakob Franz Pálsson var vel staðsettur á marklínunni og náði að bægja hættunni frá.

Seinni hálfleikur var svipað augnakonfekt og sá fyrri en völlurinn batnaði ekki eftir því sem leið á leikinn.

Heimamenn voru þó ívið sterkari og komust yfir á 79. mínútu. Jóhannes Kristinn Bjarnason tók þá hornspyrnu frá vinstri og Ægir Jarl Jónasson skallaði boltann í markið.

Fleiri urðu mörkin ekki á Meistaravöllum og KR-ingar fögnuðu þar með öðrum sigri sínum í deildinni í röð.

M-ein­kunna­gjöf­in og ein­kunn dóm­ara verða í Morg­un­blaðinu á þriðjudaginn.

KR 1:0 Stjarnan opna loka
90. mín. Uppbótartíminn er að minnsta kosti þrjár mínútur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert