Ronaldo meðal þeirra sem mæta á Laugardalsvöll

Cristiano Ronaldo mætir með portúgalska landsliðinu á Laugardalsvöll.
Cristiano Ronaldo mætir með portúgalska landsliðinu á Laugardalsvöll. AFP/Fabrice Coffrini

Ofurstjarnan Cristiano Ronaldo er meðal þeirra sem Spánverjinn Roberto Martínez, landsliðsþjálfari Portúgal, hefur valið í 26 manna hóp fyrir leiki liðsins gegn Bosníu og Íslandi í undankeppni EM í fótbolta 17. og 20. júní. 

Ísland og Portúgal eigast við í J-riðli á Laugardalsvelli 20. júní en Portúgal er í fyrsta sæti riðilsins með sex stig og Ísland í fjórða með þrjú. 

Ásamt Ronaldo eru aðrar stjörnur í leikmannahópi Portúgals en sem dæmi má nefna Manchester City-mennina Bernardo Silva og Rúben Dias, sem og miðjumann Manchester United Bruno Fernandes og sóknarmann Liverpool Diogo Jota. 

Hér fyrir neðan má sjá hópinn í heild sinni:mbl.is