Víkingar verða bara sterkari

Nikolaj Hansen, leikmaður Víkings, skallar boltann í leiknum gegn KA …
Nikolaj Hansen, leikmaður Víkings, skallar boltann í leiknum gegn KA á dögunum. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

„Það er allt að gerast í Víkinni, liðið lítur bara ofboðslega vel út,“ sagði íþróttablaðamaðurinn Aron Elvar Finnsson í Fyrsta sætinu, íþróttahlaðvarpi mbl.is og Morgunblaðsins, þegar rætt var um lið Víkings og Bestu deild karla í knattspyrnu.

Víkingur er á toppi Bestu deildarinnar með fullt hús stiga eftir níu umferðir. Liðið hefur verið afar sannfærandi og hefur einungis fengið á sig tvö mörk.

„Þeir fóru norður og rúlluðu yfir KA, sem var engin fyrirstaða fyrir þá. Arnar Gunnlaugsson hefur verið örlítið ósáttur með að liðið sé ekki að ganga frá leikjunum en það var akkúrat það sem hann vildi sem gerðist fyrir norðan. Þeir hleyptu KA aldrei inn í leikinn,“ sagði Aron Elvar.

„Þeir eru að fá Ara Sigurpálsson inn í þetta líka, hann var einn af þeirra bestu mönnum á síðasta tímabili. Þeir verða bara sterkari,“ sagði Aron Elvar meðal annars.

Umræðan um Víking hefst á 54:30 mínútu en hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is