Segir manni að láta strákana í friði

Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram.
Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram. Ljósmynd/Kristinn Steinn

„Nonni er aðalmaðurinn þarna og maður fer svolítið í gegnum hann fyrst,“ sagði Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu, í Fyrsta sætinu, íþróttahlaðvarpi mbl.is og Morgunblaðsins, þegar rætt var um Bestu deild karla.

Ragnar er aðstoðarþjálfari Fram, í teymi Jóns Þóris Sveinssonar, sem er aðalþjálfari liðsins.

„Nonni er ljúfur og segir manni að láta strákana í friði. Hann er meira í jákvæðninni þannig að maður er stundum að reyna að fá leyfi hjá honum til að vera aðeins neikvæður,“ sagði Ragnar.

„Við erum alveg sammála um það að jákvæðnin kemur manni langa leið, meira en neikvæðnin,“ sagði Ragnar meðal annars.

Umræðan um nýtt starf Ragnars hefst á 48:40 mínútu en hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert