Valskonur efstar í Bestu

Ásdís Karen Halldórsdóttir úr Val og Katie Cousins úr Þrótti …
Ásdís Karen Halldórsdóttir úr Val og Katie Cousins úr Þrótti í baráttu í Laugardalnum í kvöld. mbl.is/Arnþór Birkisson

Þróttur og Valur mætust í nágrannaslag á heimavelli Þróttar í Laugardalnum í sjöttu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Leikurinn endaði 2:1 fyrir Val sem komst í efsta sætið í deildinni.

Eftir aðeins fjórar mínútur kom fyrsta markið en Anna Rakel Pétursdóttir kom með fyrirgjöf sem fór á fjær, þar var Bryndís Arna Níelsdóttir sem stökk upp og stangaði hann í netið og staðan 1:0. Stuttu seinna var það aftur Bryndís sem skoraði en í þetta skiptið var fyrirliðinn Elísa Viðarsdóttir með fyrirgjöfina. Bryndís tók hann á lofti, í fyrstu snertingu, með vinstri og boltinn endaði inni. Staðan var því 2:0 fyrir Val eftir tæplega stundarfjórðung.

Á 25. mínútu var þó Sæunn Björnsdóttir nálægt því að setja mark fyrir Þrótt eftir að Mikenna kom með boltann inn í teiginn, skot Sæunnar var þó laust en markmaðuri og varnamenn Vals horfðu á meðan boltinn lak löturhægt rétt framhjá. Tíu mínútum síðar fékk Þróttur annað hættulegt færi en Tanya Boychuk ætlaði líklegast að senda boltann fyrir en boltinn stefndi upp í samskeytin, Fanney Inga Birkisdóttir þurfti að hafa sig alla til við það að stökkva upp og ná boltanum en það tókst, frábær varsla.

Valskonur voru með yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn og Þróttur komst varla inn í leikinn. Þær mættu betur stefndar inn í þann seinni og byrjuðu hann vel en eftir aðeins fimm mínútur skoraði Tanya Boychuk mark fyrir Þrótt. Jelena Tinna Kujundzic sendi boltann upp völlinn og yfir varnalínu Vals, Tanya tók boltann niður og fór að markinu, þar sólaði hún Fanney og setti boltann í netið, 2:1.  

Fyrir leik voru liðin jöfn á toppi deildarinnar með 10 stig en eftir leiki dagsins er Valur í efsta sæti með 13 stig. Þróttur hinsvegar dettur niður í 4. sætið en missti Breiðablik og Stjörnuna fyrir ofan sig.

M-ein­kunna­gjöf­in og ein­kunn dóm­ara verða í Morg­un­blaðinu á föstu­dag.

Þróttur R. 1:2 Valur opna loka
90. mín. Fjórum mínútum bætt við og tíminn að renna út fyrir Þróttara.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert