6. umferð: Leikjamet og langþráð mark

Anna María Baldursdóttir skoraði langþráð mark fyrir Stjörnuna gegn Keflavík.
Anna María Baldursdóttir skoraði langþráð mark fyrir Stjörnuna gegn Keflavík. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Eitt leikjamet féll í 6. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta og reyndur varnarmaður skoraði sitt fyrsta mark í deildinni í fimm ár.

Jasmín Erla Ingadóttir úr Stjörnunni skoraði sitt 30. mark í efstu deild, þegar Garðabæjarliðið vann Keflavík, 3:0. Þar af skoraði hún 11 í deildinni á síðasta tímabili þegar hún varð markadrottning deildarinnar.

Anna María Baldursdóttir fyrirliði Stjörnunnar skoraði sitt fyrsta mark í fimm ár í sama leik þegar hún kom Garðbæingum yfir strax á 5. mínútu. Anna skoraði síðast gegn Þór/KA á Akureyri í júlí 2018. Þetta var hennar þriðja mark í deildinni á ferlinum en Anna er þriðja leikjahæst hjá Stjörnunni frá upphafi með 183 leiki í efstu deild.

Dröfn Einarsdóttir sló leikjametið hjá Keflavík í efstu deild.
Dröfn Einarsdóttir sló leikjametið hjá Keflavík í efstu deild. mbl.is/Arnþór Birkisson

Dröfn Einarsdóttir setti nýtt leikjamet hjá Keflavík í efstu deild í leiknum við Stjörnuna. Þetta  var hennar 60. leikur fyrir félagið í deildinni en Elísabet Ester Sævarsdóttir lék 59 leiki fyrir Keflavík í deildinni á árunum 2005 til 2009.

Sara Montoro skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild þegar FH vann Þór/KA, 2:0, á Akureyri. Hún kom til FH frá Fjölni fyrir þetta tímabil og hefur skorað 37 mörk fyrir Grafarvogsliðið í 1. og 2. deild.

Una Móeiður Hlynsdóttir úr Þór/KA lék sinn fyrsta leik í efstu deild  gegn FH.

Karitas Tómasdóttir, miðjumaður Breiðabliks, sleit hásin gegn Selfossi, í sínum 130. leik í efstu deild, og spilar væntanlega ekki meira á tímabilinu. Karitas er fjórða leikjahæst hjá Selfossi í efstu deild með 92 leiki.

Andrea Rut Bjarnadóttir, til hægri, skoraði sitt fjórða mark fyrir …
Andrea Rut Bjarnadóttir, til hægri, skoraði sitt fjórða mark fyrir Breiðablik og er markahæst í deildinni ásamt Söndru Maríu Jessen. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Úrslit­in í 6. um­ferð:
ÍBV - Tinda­stóll 1:2
Þrótt­ur R. - Val­ur 1:2
Sel­foss - Breiðablik 0:3
Stjarn­an - Kefla­vík 3:0
Þór/​KA - FH 0:2

Marka­hæst­ar:
4 Andrea Rut Bjarna­dótt­ir, Breiðabliki
4 Sandra María Jessen, Þór/​​​KA

3 Bryndís Arna Níelsdóttir, Val
3 Freyja Karín Þor­varðardótt­ir, Þrótti
3 Hafrún Rakel Halldórsdóttir, Breiðabliki
3 Melissa Garcia, Tindastóli
3 Shaina Ashouri, FH

3 Tanya Boychuk, Þrótti
3 Tayl­or Ziemer, Breiðabliki

Næstu leik­ir:
6.6. Keflavík - ÍBV
6.6. Valur - Þór/KA
6.6. FH - Selfoss
6.6. Tindastóll - Þróttur R.
7.6. Breiðablik - Stjarnan

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert