„Gat ekki hugsað mér neinn betri“

Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram.
Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram. Ljósmynd/Kristinn Steinn

„Mér finnst ég hafa vaxið inn í starfið,“ sagði Ragn­ar Sig­urðsson, fyrr­ver­andi landsliðsmaður Íslands í knatt­spyrnu, í Fyrsta sæt­inu, íþrótta­hlaðvarpi mbl.is og Morg­un­blaðsins, þegar rætt var um Bestu deild karla.

Ragnar er í dag aðstoðarþjálfari karlaliðs Fram í Bestu deild karla en hann er á sínu fyrsta tímabili í þjálfun.

„Maður hugsaði að maður væri alveg til í að koma sér aðeins inn í þetta og byrja. Ég gat ekki hugsað mér neinn betri mann en Nonna Sveins til að fá að taka fyrstu skrefin með,“ sagði Ragn­ar um Jón Þóri Sveinsson, aðalþjálfara Fram.

Umræðan um þjálfarastarf Ragnars hefst á 48:40 mín­útu en hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert