Sanngjörn úrslit

Ívar Örn Árnason, fyrirliði Akureyringa, í baráttunni í kvöld.
Ívar Örn Árnason, fyrirliði Akureyringa, í baráttunni í kvöld. mbl.is/Arnþór Birkisson

Þjálfari KA, Hallgrímur Jónasson, var til viðtals eftir stórt tap sinna manna, 4:0, á útivelli gegn Stjörnunni í Bestu deild karla í knattspyrnu í Garðabænum í kvöld.

Liðið átti alls ekki góðan leik og var Hallgrímur eðlilega ósáttur eftir leikinn. Hann sagði þetta um fyrstu viðbrögð eftir leik: „Svekktur, við töpuðum leiknum sanngjarnt. Vel gert hjá Stjörnunni, 4:0 eru mjög sanngjörn úrslit.“

KA skapaði sér lítið af færum í fyrri hálfleik, hvaða skilaboð komstu með til leikmanna í leikhléi?

„Eins og þú segir, fyrri hálfleikur var ekki nógu góður. Mér fannst við vera varnarsinnaðir, ekki gera það sem við ætluðum okkur að gera, koma og vera grimmir á þá og hlaupa djúpt og hlaupa í kringum þá.

Þannig að ég sagði bara að þið getið verið ánægðir með að staðan er ekki verri en hún er í hálfleik. Við getum klárlega komið til baka. Við reyndum aðeins í seinni hálfleik en þegar annað markið kom á okkur þá finnst mér við ekki geta reist okkur upp andlega.

4:0 er ekki gott en það var sanngjarnt. Þetta er ekki flókið, við þurfum bara að bæta okkur,“ sagði Hallgrímur að lokum við mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert