„Ég afskrifa aldrei Óskar Hrafn,“ sagði íþróttafréttamaðurinn fyrrverandi Guðjón Guðmundsson, betur þekktur sem Gaupi, í Fyrsta sætinu, íþróttahlaðvarpi mbl.is og Morgunblaðsins, þegar rætt var um Bestu deild karla í knattspyrnu.
Breiðablik er með 23 stig í öðru sæti deildarinnar, 5 stigum á eftir toppliði Víkings úr Reykjavík, þegar bæði lið hafa leikið ellefu leiki en Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, gerði liðið að Íslandsmeisturum á síðustu leiktíð.
„Hann var yfirmaðurinn minn lengi og þetta er maður sem að setur undir sig hausinn,“ sagði Gaupi.
„Hann getur þagað í langan tíma og þá veit maður að það er sprenging á leiðinni,“ sagði Gaupi meðal annars.
Umræðan um Bestu deild karla hefst á 34:00 mínútu en hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum.