Tjáir sig um hasarinn í Kópavogi

Geir Þorsteinsson fyrrverandi formaður KSÍ.
Geir Þorsteinsson fyrrverandi formaður KSÍ. mbl.is/Árni Sæberg

Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ, hefur tjáð sig um hasarinn sem átti sér stað eftir að lokaflautið gall í leik Breiðabliks og Víkings R. á dögunum.

Þar sauð allt uppúr eftir að Logi Tómasson, leikmaður Víkings, hrinti aðstoðarþjálfara Breiðabliks, Halldóri Árnasyni, og fékk Logi að launum rautt spjald frá dómara leiksins.

Þjálfarar liðanna fóru hamförum í viðtölum við fjölmiðla eftir leik og hafa margir kallað eftir því að Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R., verði dæmdur í bann fyrir orð sem hann lét falla í sjónvarpsviðtali eftir leik. Þar fór hann ófögrum orðum um Ívar Orra Kristjánsson, dómara leiksins.

Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ, setti á Twitter-síðu sína færslu þar sem hann segir að allt tal um leikbann sér einfaldlega bara bull og þjálfarar megi fá andrými til að tjá sig eftir leiki.

mbl.is